Sækja umsóknareyðublað – PDF
Sækja umsóknareyðublað – Word
Senda inn umsókn
Reglugerð fyrir Afreksmannasjóð Guðmundar Bjarnasonar
1. grein
Sjóðurinn heitir Afreksmannasjóður Guðmundar Bjarnasonar og skal varnarþing hans vera
starfssvæði Íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað.
2. grein
Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga innan Þróttar sem náð hafa framúrskarandi árangri í
íþrótt sinni.
3. grein
Eingöngu félagar innan Þróttar, sem stunda íþróttir iðkaðar innan félagsins og viðurkenndar eru af
Íþrótta og Ólympíusambandinu (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.
4. grein
Stjórn Þróttar auk fulltrúa frá Síldarvinnslunni skipa stjórn sjóðsins og annast hún úthlutun úr
sjóðnum hverju sinni.
5. grein
Síldarvinnslan leggur sjóðnum til fé. Í upphafi er það ein milljón króna á ári.
6. grein
Heimilt er að veita úr sjóðnum á hverju ári öllu því fé sem í honum er. Sjóðstjórn ákveður
styrkupphæðir hverju sinni.
7. grein
Heimilt er að veita styrki úr sjóðnum til allra þeirra sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.
Á það við þegar viðkomandi hefur öðlast rétt til keppni á fjölþjóðlegum mótum, verið valinn í landslið,
unnið Íslandsmeistaratitil, sett Íslandsmet eða skarað fram úr með eftirtektarverðum hætti.
8. grein
Til að hljóta styrk geta íþróttamenn, aðrir en um getur í 7. grein, eða deildir þeirra sótt skriflega um til
sjóðsstjórnar. Allar umsóknir til Afreksmannasjóðsins skulu vera undirritaðar af umsækjanda og
formanni viðkomandi deildar og þeim skal fylgja rök fyrir umsókn. Umsækjandi þarf að vera á 14.
aldursári eða eldri.
9. grein
Sjóðsstjórn skal á hverjum aðalfundi Þróttar gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum.
10. grein
Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast í síðasta lagi 31. desember ár hvert, úthlutun fer fram strax að lokinni yfirferð umsókna.*
11. grein
Sjóðurinn skal vera í vörslu gjaldkera Þróttar og upplýsa skal um stöðu hans og úthlutanir í ársskýrslu
á aðalfundi Þróttar ár hvert.
12. grein
Breyting á reglugerð þessari er einungis hægt að gera á aðalfundi Þróttar með samþykki
framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Á aðalfundi nægir einfaldur meirihluti til að samþykkja
reglugerðarbreytingu.
Samþykkt á aðalfundi Þróttar í mars 2016
F. h Þróttar
Stefán Már Guðmundsson
F.h SVN
Gunnþór Ingvason
*Breytt á aðalfundi Þróttar í apríl 2019