Þjálfarar

Home/Karate/Þjálfarar
Þjálfarar 2016-06-08T09:01:06+00:00

Upplýsingar um kennara:

Einar Hagen – 5. Dan:

Einar byrjaði að æfa karate árið 1983 í Noregi. Hann kenndi og keppti með Stavanger Karate Club frá 1986-1989 og með Seishin Dojo frá 1989-2004 þegar hann var ráðinn sem aðalþjálfari Karatedeildar Breiðabliks og Karatefélags Akraness. Einar sinnti því í fullu starfi fram til ársins 2015 þegar hann ákvað að flytja austur og hefja karatekennslu í Neskaupstað. Karate byrjaði fljótlega að breiðast út og kennsla var hafin á Eskifirði árið 2016.

  • Shotokan Norway grand champion árið 1987 – gull í kata og silfur í kumite.
  • Bauðst staða með norska landsliðinu en hafnaði því til að leggja áherslu á eigin æfingar og kennslu.
  • Ýmsir titlar frá norskum mótum á árunum 1988-2004.
  • Bikarmeistari árið 2005 og þrefaldur Íslandsmeistari í hópkata.

 

Guðrún Óskarsdóttir – 2. Dan:

Guðrún byrjaði að æfa karate árið 2003 hjá Breiðablik. Hún byrjaði að kenna yngri flokkum árið 2006 og kenndi einnig eldri flokkum og meistaraflokki af og til í forföllum frá árinu 2013.

  • Íslandsmeistari í kumite árin 2007 og 2008.
  • Í afreksskóla Breiðabliks árið 2007.
  • Í landsliðinu árið 2008.
  • Tilnefnd til íþróttakonu Kópavogs 2008.

Með tæplega 50 ára samanlagða reynslu í karate þekkja þau fátt annað en að stunda og kenna karate og ætla að halda því áfram svo lengi sem þau standa upprétt (og jafnvel lengur). 🙂