Farandþjálfunin hefst mánudaginn 6. júní og lýkur föstudaginn 8. júlí og æfingargjöld eru 5000 kr fyrir tímabilið skráning á staðnum.
Mánudagar
Norðfjarðavöllur æfing frá kl 14:30-16:00 æfing fyrir allan aldur en kl 15:30 fara 10 ára og yngri heim og 11 ára og eldri halda áfram til kl 16:00
Fimmtudagar
Norðfjarðavöllur æfing frá kl 14:30-16:00 æfing fyrir allan aldur en kl 15:30 fara 10 ára og yngri heim og 11 ára og eldri halda áfram til kl 16:00
Áherslan í æfingunum verður á frjálsar íþróttir en kynntar verða aðrar greinar einnig, vikuna 13.-16. júní fáum við glímuþjálfara frá Glímudeild Vals til að kynna og kenna glímu, auk þess er verið að skoða möguleikana á að kynna bogfimi. Erla Gunnlaugsdóttir sumarstarfsmaður UÍA mun ásamt Hildi Bergsdóttur sinna þjálfuninni. Erla hefur góðan grunn í þjálfun fimleika auk frjálsra íþrótta og mun ugglaust kynna fimleikana með einhverjum hætti líka.[/tagline_box]