Að þessu sinni sá Þróttur um athöfina þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Fjarðabyggðar 2019. Athöfnin fór fram í Nesskóla 29. desember. Auk þeirra sem tilnefndir voru til íþróttamanns Fjarðabygggðar fengu allir þeir er tekið höfðu þátt í landsliðsverkefnum viðurkenningar.
Tilnefndir til íþróttamanns Fjarðabyggðar 2019:
Alexandra Ýr Ingvarsdóttir – Skíðafélag Fjarðabyggðar
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson – Ungmennafélaginu Val
Bergdís Steinþórsdóttir – Brettafélagi Fjarðabyggðar
Galdur Máni Davíðsson – Íþróttafélaginu Þrótti
Guðmundur Arnar Hjálmarsson – Ungmennafélaginu Leikni
Guðbjörg Oddfríður Friðjónsdóttir – Hestamannafélaginu Blæ
Jakob Kristjánsson – Skíðafélagi Fjarðabyggðar
Jóhanna Lind Stefánsdóttir – Íþróttafélaginu Þrótti
Tómas Atli Björgvinsson – Ungmennafélaginu Austra
Fyrir valinu varð frjálsíþróttakappinn Daði Þór Jóhannsson úr Ungmennafélaginu Leikni Fáskrúðsfirði. Við óskum Daða Þór og öðrum afreksíþróttamönnum í Fjarðabyggð til hamingju með viðurkenningarnar og óskum þeim velfarnaðar á nýju ári.
Leave A Comment