Íþróttamaður Þróttar 2019

Home/Stjórn/Íþróttamaður Þróttar 2019

Jóhanna Lind Stefánsdóttir er íþróttamaður Þróttar 2019, spilaði hún í sumar með meistaraflokki Fjarðabyggðar/Leiknis/Hattar. Jóhanna var markahæsti leikmaður sumarsins en liðið spilar í C-deild einnig var hún valin efnilegasti leikmaðurinn hjá þessu sameiginlega liði, og hefur vakið áhuga liða í efri deildum. Jóhanna hefur þurft að hafa mikið fyrir knattspyrnuferli sínum, oft á tíðum var hún eina stelpan að æfa og þá með strákunum þar sem hún gaf þeim ekkert eftir. Hún hefur sótt þjálfaranámskeið í knattspyrnu, bæði að ósk deildarinnar og einnig framhaldsnámskeið af einskærum áhuga. Jóhanna hefur verið deildinni mikilvæg í þjálfun yngstu iðkenda félagsins og öðrum stúlkum sem æfa mjög góð fyrirmynd .

By | 2019-12-03T08:59:04+00:00 3. des 2019|Stjórn|0 Comments

Leave A Comment