Miklar leikmannabreytingar í Meistaraflokk kvenna

Home/Blak/Miklar leikmannabreytingar í Meistaraflokk kvenna

Miklar leikmannabreytingar er á kvennaliði Þróttar frá síðasta tímabili.  Valdís Kapitola er flutt til Akureyrar og mun spila með KA.  Valal þjálfari og uppspilari er komin í Aftueldingu.  Særún Birta fyrirliði er farin til Danmerkur í lýðháskóla.  Einnig hafa Vanda og Anna Karen ákveðið að spila ekki í vetur.  En ekki eru bara leikmenn að fara en Amelía Rún Jónsdóttir er flutt heim aftur og einnig Eyrún Sól Einarsdóttir, sem hefur verið búsett í Noregi síðustu ár.  Hrafnhildur Ásta hefur einnig dregið fram skóna að nýju. Þróttur hefur fengið góðan liðsstyrk frá Króatískum leikmanni Simona Usic sem er uppspilari.  Simona er reynslumikill leikmaður og spilar sem uppspilari.  Hún var atvinnumaður á árunum 2004-2012 í evrópu og spilaði í landsliði Króatíu.  Simona fluttist til Íslands með kærasta sínum sem spilar körfubolta með Hetti á Egilsstöðum.

Fyrstu leikir Þróttar er á móti KA helgina 21.-22. september.

By | 2019-09-05T12:38:27+00:00 5. sep 2019|Blak|0 Comments

Leave A Comment