Aðalfundur blakdeildarinnar fór fram í gær

Home/Blak/Aðalfundur blakdeildarinnar fór fram í gær

Aðalfundur blakdeildarinnar fór fram í gær.  Þar fór fram venjuleg aðalfundastörf og ný stjórn var kosin.  Tvær kjarnakonur fór úr stjórn eftir um 20 ára starf í stjórninni.  Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir ( Bobba) fór úr stjórn og lét af störfum sem formaður.  Bobba hefur gegnt formannsembætinu í 15 ára og setið í stjórn í um 20 ár.  Sigurveig Róbertsdóttir gekk einnig úr stjórn eftir um 16 ára setu í stjórn.   Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til blakdeilarinnar og gott samstarf.  Við formannsembættinu tekur Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir ( Sigga Þrúða). Nýir inn í stjórn eru Jóna Lind Sævarsdóttir og Kristín Ágústsdóttir og Hlöðver Hlöðversson verður varamaður stjórnar og bjóðum við þau hjartanlega velkomin til starfa.

Stjórn Blakdeildarinnar samanstendur því í dag af: Haraldur Egilsson ( meðstjórnandi) , Atli Freyr Björnsson ( meðstjórnandi), Sigríður Þrúða Þórarinsdóttir ( formaður), Jóhanna Smáradóttir ( meðstjórnandi), Kristín Ágústsdóttir ( meðstjórnandi), Jóna Lind Sævarsdóttir ( meðstjórnandi), Hlöðver Hlöðversson ( varamaður).

 

By | 2019-02-06T09:10:16+00:00 6. feb 2019|Blak|0 Comments

Leave A Comment