Tilnefningar til íþróttamanns Þróttar 2018

Home/Blak, Fótbolti, Karate, Stjórn, Sund/Tilnefningar til íþróttamanns Þróttar 2018

Tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Þróttar 2018 núna á sunnudaginn 2. desember þegar ljósin verða kveikt á jólatrénu í Neskaupstað. Deildirnar hafa hver um sig tilnefnt sinn fulltrúa. Hér að neðan er fjallað um þeirra helstu afrek á síðasta keppnistímabili.

Ana Maria Vidal Bouza, Blak

Hversu lengi hefur íþróttamaður æft hjá félaginu?

Valal hefur æft og spilað með Þrótti frá árinu 2015

Hversu mikið æfir hann á viku?

Valal æfir 5-6 sinnum í viku

Hve marga mánuði á ári?

Valal æfir nær allt árið.

Helsti árangur á árinu 2018:

Valal varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari með kvennaliði Þróttar á tímabilinu 2017 – 2018. Þá var hún einnig valin besti leikmaður Mizuno deildar kvenna á tímabilinu.

Nokkur orð sem lýsa íþróttamanninum best og félagslegum þroska hans:

Valal var einn af burðarásum kvennaliðs Þróttar á síðasta keppnistímabili. Sem uppspilari liðsins stýrði hún liðinu vel. Valal er kappsamur íþróttamaður sem sem leggur sig 100% fram, innan vallar sem utan.

 

Andri Gunnar Axelsson, Skíði

Hversu lengi hefur íþróttamaður æft hjá félaginu?

Hann hefur æft skíði frá 7 ára aldri.

Hversu mikið æfir hann á viku/mánuði á árinu?     

Skíðaæfingar hjá honum eru 5 daga vikunnar frá því að lyftan opnar í nóv/des og þar til lok apríl mánaðar. Auk þess fer Andri Gunnar nánast allar helgar á skíði þegar lyftan er opin og æfir sjálfur tækniæfingar, þó svo að ekki sé skipulögð æfing. Undirbúningur fyrir komandi vetur hófst hjá honum í september með þrek og styrktaræfingum sem hann hefur stundað 4 sinnum í viku. Þá hefur Andri Gunnar farið eina til tvær æfingaferðir á ári erlendis nú síðustu fjögur ár. Farið var til að mynda með Skíðafélagi Fjarðabyggðar í æfingaferð til Geilo í Noregi í lok desember á síðasta ári og nú í byrjun október fór hann til Austurríkis í æfingaferð þar sem hópur alpagreinakeppenda æfði með landsliðinu.

Helsti árangur á árinu 2018:

Andri Gunnar tók síðasta vetur þátt í öllum bikarmótum Skíðasambands Íslands og er búinn að sýna að hann er í fremstu röð skíðamanna á landinu í sínum aldursflokki. Síðasta vetur keppti hann á yngra ári í 16-17 ára flokki, þar sem haldin voru fimm mót yfir veturinn. Veitt voru verðlaun fyrir  hvorn árgang fyrir sig og var besti árangur hans yfir veturinn 1. sæti í svigi 4. sæti í stórsvigi á bikarmóti á Akureyri. Þá varð Andri Gunnar í 2. sæti í svigi á Skíðamóti Íslands í sínum aldursflokki sem haldið var í Bláfjöllum sl. vetur. Andri verð í þriðja sæti í Bikarkeppni SKÍ í sínum aldursflokki, en þar eru reiknuð stig af öllum mótum vetrarins. Hann var einnig í 1. sæti í liði ÚÍA í liðakeppninni.

Síðasta vor fékk Andri Gunnar „Rúnarsbikarinn“ fyrir bestan árangur hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar veturinn 2017-2018.  Rúnarsbikarinn er veittur til minningar um Jón Rúnar Árnason Skíðamann frá Neskaupstað.

Nokkur orð sem lýsa íþróttamanninum best og félagslegum þroska hans:

Andri Gunnar er mikill íþróttamaður og stundar skíðaíþróttina af miklu kappi. Er hann afar metnaðarfullur íþróttamaður sem leggur mikið á sig til að ná hámarks árangri og tekur allar æfingar mjög alvarlega.

 

Geir Sigurpáll Hlöðversson, Karate

Hversu lengi hefur íþróttamaðurinn æft hjá félaginu:

Geir hefur æft hjá karatedeildinni frá því í janúar 2016, eða nánast frá upphafi deildarinnar.

Helsti árangur á árinu 2018:

Geir sótti æfingar bæði í Neskaupstað og á Eskifirði og hefur sýnt mikinn metnað á æfingum. Það hefur skilað sér í hröðum framförum og hafa bætingar í tækni og styrk skarað fram úr innan deildarinnar.

Nokkur orð sem lýsa íþróttamanninum best:

Geir er metnaðarfullur og einbeitinn á æfingum. Hann leggur sig einnig fram við að komast á æfingar bæði í Neskaupstað og á Eskifirði og hefur þannig náð hröðum framförum. Hann er auk þess mjög hjálplegur í samskiptum við yngri iðkendur, er flott fyrirmynd og hefur góð áhrif á hópinn.

 

Hlynur Karlsson, Sund

Hversu lengi hefur íþróttamaðurinn æft hjá félaginu:

Hlynur hefur æft sund hjá Þrótti frá því að hann var 5 ára eða í um 11 ár.

Helsti árangur á árinu 2018:

*Endaði í 29. sæti af 51 í 50m baksundi í opnum aldursflokki á sterku KR móti í Reykjavík í febrúar

*Gullverðlaun í öllum greinum á Hennýjarmótinu í sínum aldursflokki

*Gullverðlaun í 5 greinum af 5 á Vormóti Neista í sínum aldursflokki

*Tók þátt á Aldursflokkameistaramóti Íslands og bætti sig þar í öllum greinum

Nokkur orð sem lýsa íþróttamanninum best:

Hlynur er metnaðargjarn og duglegur sundmaður. Hann mætir alltaf á æfingar og skilar sínu vel. Hann tók miklum framförum á síðasta keppnistímabili og sýndi það enn og aftur að hann er einn besti sundmaðurinn á Austurlandi. Hlynur er góð fyrirmynd yngri iðkenda og alltaf til í að aðstoða þau á æfingum. Hann er efnilegur og flottur íþróttamaður sem á framtíðina fyrir sér og er sunddeildin afar stolt af honum.

 

Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Knattspyrna.

Hversu lengi hefur íþróttamaðurinn æft hjá félaginu:

Jóhanna hefur æft knattspyrnu hjá Þrótti frá því að hún var 5 ára eða í um 12 ár.

Helsti árangur á árinu 2018:

Jóhanna spilaði í sumar með meistaraflokki Fjarðabyggðar/Leiknis/Hattar. Jóhanna var markahæsti leikmaður sumarsins en liðið spilar í C-deild. Jóhanna var valin efnilegast leikmaðurinn hjá þessu sameiginlega liði.

Nokkur orð sem lýsa íþróttamanninum best:

Jóhanna hefur þurft að hafa mikið fyrir knattspyrnuferli sínum, oft á tíðum eina stelpan að æfa og þá með strákunum þar sem hún gaf þeim ekkert eftir. Hún hefur sótt þjálfaranámskeið í knattspyrnu, bæði að ósk deildarinnar og einnig framhaldsnámskeið af einskærum áhuga. Jóhanna hefur verið deildinni mikilvæg í þjálfun yngstu iðkenda félagsins og öðrum stúlkum sem æfa mjög góð fyrirmynd.

 

By | 2018-11-27T20:26:41+00:00 27. nóv 2018|Blak, Fótbolti, Karate, Stjórn, Sund|0 Comments

Leave A Comment