Íslandsmót 4.-6. flokks- Úrslit

Home/Blak/Íslandsmót 4.-6. flokks- Úrslit

Um helgina fór fram  í Neskaupstað Íslandsmót í blaki fyrir 4.-5. flokk og svo skemmtimót fyrir 6.flokk.  Um 150 keppendur, þjálfarar og fararstjórar voru á staðnum og mikið fjör í íþróttahúsinu um helgina.

Eftir langan keppnisdag á laugardag var kvöldvaka þar sem Varði og Bobba byrjuðu á því að stýra æsispenandi blakbingó og við tók svo París Austursins og krakkarnir eyddu síðustu orkunni á dansgólfinu.

Allir keppendur í 6.flokk hlutu þáttökuverðlaun og voru hátt í 30 krakkar sem tóku þátt og mörg hver á sínu fyrsta blakmóti.

Við þökkum keppendur og fylgifiskum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi átt góða heimferð.  Við viljum einnig þakka foreldrum fyrir aðstoðina í vinnu við mótið því án ykkar væri ekki hægt að halda svona stórt mót. 

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

5.flokkur

  1. Þróttur Nes-Lions
  2. Völsungur
  3. Þróttur Nes- Hawks

4.flokkur karla

  1. Þróttur Nes
  2. Völsungur
  3. Huginn

4.flokkur kvenna

  1. Völsungur
  2. Þróttur Reykjavík
  3. Þróttur Nes

Ljósmyndir: Kristín Hávarðardóttir

By | 2018-10-29T22:58:45+00:00 29. okt 2018|Blak|0 Comments

Leave A Comment