Árskort 2018-2019

Home/Blak/Árskort 2018-2019

Líkt og í fyrra þá mun blakdeildin selja árskort á meistaraflokksleiki. Árskortið mun kosta 7.500 kr og fylgir með fjölnota Þróttara bolli.  Karla -og kvennaliðið spila 17 heimaleiki í deildinni í vetur og gildir árskort á alla leiki vetrarsins, en 500 kr. kostar inn á hvern leik.  Árskortið gildir einnig á alla úrslita -og bikarleiki en 1.000 kr kostar inn á hvern leik þar.  Að kaupa árskort er því hagkvæmur kostur og styður við bakið á meistaraflokkunum okkar.

Fyrstu heimaleikir hefjast helgina 3.-4. nóvember.

Við hvetjum árskorthafa frá því í fyrra að endurnýta kortið sitt og koma fá endurýjunar límmiða 🙂

Hægt er að panta kort á throtturnesblak@gmail.com og greiða inn á 1106-05-402650 kt. 680787-2559

By | 2018-10-08T21:08:13+00:00 8. okt 2018|Blak|0 Comments

Leave A Comment