Glæsilegur árangur Þróttara á bikarmóti 2.-4 flokks

Home/Blak/Glæsilegur árangur Þróttara á bikarmóti 2.-4 flokks

Þróttarar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ um helgina. 4.flokkur karla og kvenna ásamt 3.flokk karla komust áfram í úrslitakeppnina . 2. flokkur karla eru Bikarmeistarar 2108.

Rúmlega 40 Þróttarar héldu í Mosfellsbæinn um helgina að taka þátt í bikarmóti fyrir 2.-4. flokks um helgina.  Þróttur skráði 7 lið til leiks en 2.flokkur kvenna ákvað að taka ekki þátt vegna leikjaálags í meistaraflokknum. 2.flokkur spilaði til úrslita en í 3. og 4.flokk var spilað um hvaða lið leika til úrslita í bikarnum helgina 10-11. mars, þar sem leikið verður samhliða Kjörísbikarnum. Kjörísbikarinn fer fram í Digranesi í ár og er bikarkeppnin flottasti blakviðburður ársins og það á eftir að verða frábær upplifun fyrir þessa krakka að taka þátt í þessum viðburði.  Þróttur mun eiga lið í úrslitum bæði í 4.flokk karla og kvenna og svo í 3.flokk karla.  Það vekur athygli að það er nær eingöngu landsbyggðarlið ( Afturelding er samaeinað Vestra í 3.fl kk) sem komin eru í úrslit í bikarnum og greinilega að uppbyggingarstarfið á landsbyggðinni er á góðri siglingu 🙂

2.flokkur karla urðu Bikarmeistarar 2018  og óskum við þeim innilega til hamingju.

Það mun svo skýrast 19-22. febrúar hvort Meistaraflokks liðin okkar komast áfram í Kjörísbikarnum en karlaliðið mætir Stjörnunni hér heima og stelpurnar mæta KA-Krákum á Akureyri.

Úrslit má sjá hér að neðan:

Hér fyrir neðan má sjá úrslit um helgina:

2.flokkur karla:

1.sæti – Þróttur Nes (Bikarmeistarar)
2.sæti – HK
3.sæti – Afturelding

2.flokkur kvenna:

1.sæti – Vestri (Bikarmeistarar)
2.sæti – Afturelding
3.sæti – Þróttur R

3.flokkur karla:

Þróttur Nes – Vestri/Afturelding (Úrslitaleikur í Digranesi 11.mars kl 11:00)
3.sæti – HK

3.flokkur kvenna:

KA – Huginn/Leiknir (Úrslitaleikur í Digranesi 11.mars kl 09:00)
3.sæti: HK

4.flokkur karla:

Þróttur Nes – Vestri (Úrslitaleikur í Digranesi 10.mars kl 11:00)
3.sæti: Völsungur

4.flokkur kvenna:

Þróttur Nes – Völsungur (Úrslitaleikur í Digranesi 10.mars kl 09:00)
3.sæti: Huginn

By | 2018-02-05T14:52:57+00:00 5. feb 2018|Blak|0 Comments

Leave A Comment