Yearly Archives: 2017

Home/2017

Æfingalok og slútt blakdeildarinnar

Nú fer að líða að lokum tímabilsins.  Síðasti æfingardagur vetrarins verður miðvikudagurinn 17.maí.  Slútt yngriflokka verður svo miðvikudaginn 24.maí og verður auglýst betur þegar nær dregur :) 3. flokkur verður með æfingar fram að spánarferð og auglýsa þjálfarar tímasetningar á Facebook hópum.  

By | 2017-05-02T13:03:39+00:00 2. maí 2017|Blak|0 Comments

SÚN endurnýjar styrktarsamning við blakdeildina

Á dögunum endurnýjaði SÚN styrktarsamning við Blakdeild Þróttar.  SÚN hefur verið stærsti styrkaraðili deildarinnar í gegnum árin og leggja grunn að öflugu starfi deildarinnar. Við erum afar þakklát fyrir að eiga slíka bakhjarla og við erum einnig afar stolt af okkar öfluga starfi í blakdeildinni sem er þekkt á landsvísu, " Blakbærinn Neskaupstaður" :) Á [...]

By | 2017-04-22T10:55:11+00:00 22. apr 2017|Blak|0 Comments

Íslandsmót 2. og 3.flokks um helgina í Neskaupstað

Um helgina fer fram Íslandsmót fyrir 2. og 3.flokk í Neskaupstað.  Um 120 gestir eru væntanlega til Neskaupstaðar og um 40 Þróttarar taka þátt í mótinu.   Mótið hófst nú í dag, föstudag, með nokkrum leikjum og hefst svo aftur í fyrramálið og verður spilað frá 9-18 á laugardag og 8-13 á sunnudag. Einnig munu [...]

By | 2017-03-31T19:29:23+00:00 31. mar 2017|Blak|0 Comments

Undanúrslitaleikir á heimavelli mánudag og þriðjudag

Bæði karla -og kvennaliðið kepptu fyrsta leikinn í undanúrslitum á höfuðborgarsvæðinu um helgina.  Karlarnir mættu HK á laugardaginn og biðu lægri hlut fyrir HK eftir æsispennandi leik í oddahrinu.  Stelpurnar mættu Aftureldingu í dag, sunnudag,og unnu Aftureldingastelpur afgerandi sigur 3-0. Kæri stuðningsmaður nú þurfa liðin á þér að halda og við biðlum til allra sem [...]

By | 2017-03-27T08:55:24+00:00 26. mar 2017|Blak|0 Comments

Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar, varð bráðkvaddur í gær.

Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar, varð bráðkvaddur í gær, mánudaginn 13. mars. Stjórn Þróttar fyrir hönd allra Þróttara sendir eftirlifandi eiginkonu, fjölskyldu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.    

By | 2017-03-14T14:28:13+00:00 14. mar 2017|Stjórn|0 Comments

SÚN/Fjarðasport styrkir knattspyrnudeild Þróttar

Í dag, þriðjudaginn 21. febrúar, var styrktar- og auglýsingasamningur milli Samvinnufélags útgerðarmanna (SÚN) annarsvegar og knattspyrnudeildar Þróttar hinsvegar undirritaður í verslun Fjarðasports. Hér er um að ræða endurnýjun á samningi sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Það voru þeir Guðmundur Rafnkell Gíslason framkvæmdastjóri SÚN og Helgi Freyr Ólason formaður knattspyrnudeildarinnar sem undirrituðu samninginn. Samningurinn [...]

By | 2017-02-22T08:47:48+00:00 22. feb 2017|Fótbolti|0 Comments

Líf og fjör í íþróttahúsinu um helgina

Það verður heldur betur líf og fjör í íþróttahúsinu hérna í Neskaupstað um helgina.  Í kvöld hefst keppni í 2. og 3. deild karla og kvenna hérna á austurlandi. Þar etja kappi eldri og virðilegir blakarar og einnig ungir og efnilegir blakarar úr 3.flokk. :)  Þar verður spilað fram á kvöld og á morgun laugardag. [...]

By | 2017-02-10T10:20:51+00:00 10. feb 2017|Blak|0 Comments

Þróttarar lagðir af stað á bikarmót í Kópavoginum

Um helgina fer fram bikarmót í blaki fyrir 2. og 3.flokk í Kópavogi.  Í hádeginu lagði af stað um 40 manna hópur frá Þrótti með rútu suður á bóginn til að taka þátt í mótinu.  Þróttur er með tvö kvennalið í 3.flokki og tvö lið í 3.flokki karla en eitt strákalið úr 4.flokk keppir sem [...]

By | 2017-01-27T13:26:34+00:00 27. jan 2017|Blak|0 Comments

Kangeiko (köld karate vetraræfing)

Laugardaginn 21. janúar var fyrsta kangeiko (köld karate vetraræfing) haldin á Austurlandi! Æfingin byrjaði á skokki frá Félagsmiðstöðinni Atóm inn að Fjarðarneti og til baka og síðan voru nokkrar æfingar teknar á bryggjunni. Þegar inn var komið voru höggpúðarnir og ketilbjöllurnar teknar fram og allir tóku svo vel á því að það gleymdist að taka myndir af [...]

By | 2017-01-26T09:19:41+00:00 26. jan 2017|Karate|0 Comments