María Rún íþróttamaður Þróttar 2017

Home/Blak/María Rún íþróttamaður Þróttar 2017

María Rún Karlsdóttir, blakkona, var í dag kjörin íþróttamaður Þróttar 2017.  Athöfnin fór fram við tendrun jólatrésins hér í bæ í dag.  María Rún var á dögunum valin blakari ársins 2017 hjá blakdeild Þróttar en horft var til leiktímabilsins 2016-2107 við valið.

María Rún var stigahæsti leikmaðurinn í heildarskori í Mizuno deild kvenna keppnistímabilið 2016 – 2017 og einnig stigahæst í sókn. María Rún var valin í lið ársins í Mizuno deild kvenna og var einnig tilnefnd í kjör um “besti leikmaður”  Mizuno deildarinnar.

María Rún spilaði með U-19 ára landsliði kvenna haustið 2016 sem var í þriðja sæti á Norður Evrópumót. María var einnig í A-landsliði kvenna í undankeppni HM sem fram fór í Varsjá í maí. María varð svo Evrópumeistari smáþjóða með A-landsliðinu í Luxemburg í júní.

María Rún er metnarfullur og vinnusamur íþróttamaður. María leggur sig fram í öllu því sem hún tekur sig fyrir hendur ætlar sér meira. María er góð fyrirmynd innan vallar og utan.

Tilnefningar frá öðrum deildum:

Knattspyrnudeild Þróttar tilnefndi Katrínu Björg Pálsdóttur.
Skíðadeild Þróttar tilnefndi Andra Gunnar Axelsson.
Sunddeild Þróttar tilnefndi Hlyn Karlsson.
Blakdeild Þróttar tilnefndi Maríu Rún Karlsdóttur (Fanney systir hennar tók við bikarnum).
Karatedeild Þróttar tilnefndi Jón Sen (sem var fjarverandi).

Við óskum þessum flottu íþróttamönnum til hamingju með tilnefningarnar og Maríu okkar innilega til hamingju með titilinn Íþróttamaður Þróttar 2017.

 

 

By | 2017-12-03T20:40:45+00:00 3. des 2017|Blak|0 Comments

Leave A Comment