Unglingalandsliðin U-17 fóru til Ikast í Danmörku í vikunni. Þar er stór hópur Þróttara en í stúlknaliðinu eru Tinna Rut Þórarinsdóttir, Valdís Kapitóla Þorvarðardóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, María Bóel Guðmundsdóttir. í drengjaliðinu eru Börkur Marinósson, Hlynur Karlsson, Guðjón Berg Stefánsson, Kári Kresfelder Haraldsson og Andri Snær Sigurjónsson. Þjálfararnir okkar Ana Maria og Borja eru svo þjálfarar drengjaliðsins, Miguel Mateo er sjúkraþjálfari hópsins og Kristín Ágústsdóttir fylgir svo hópnum sem fararstjóri.
Stúlkurnar eru komnar í undanúrslit og spila núna kl. 15:30 við Svíþjóð um hvort liðið fari í úrslitaleikinn á morgun. Hægt er að fylgjast með leikjunum hér: http://www.volleytv.dk/nevza-du17-onsdag
Síðasti leikur drengja liðsins er kl 13:00 á morgun þegar þeir mæta Færeyjum í síðasta leik um 5-7. sæti.
ÁFRAM ÍSLAND
Leave A Comment