Sigur í fyrsta leik

Home/Blak/Sigur í fyrsta leik
Í dag tóku Þróttarastúlkur á móti Völsungi frá Húsavík og unnu góðan sigur 3 – 1(25-15, 25-18, 23-25, 25-21). Þróttarastúlkunar byrjuðu leikinn vel og unnur fyrstu tvær hrinunar nokkuð sannfærandi. Í þriðju hrinu komu Völsungsstúlkur tvíelfdar til leiks og unnu hana eftir spennandi lokastig. Þróttarastúlkur tóku sig þá á og sigruðu síðustu hrinuna. Stigahæst hjá Þrótti var Paula Del Omla Gomez með 18 stig og Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir var næst stigahæst með 14 stig. Hjá Völsungi var Sladjana Smiljanic stigahæst með 17 stig og Þórunn Harðardóttir næst stigahæst með 9 stig.
Yngsti leikmaður Þróttar í dag var Ester Rún Jónsdóttir 14 ára sem kom tvisvar sinnum inn á í uppgjöf.
Að loknum meistaraflokksleiknum var leikur í 2. flokki kvenna þar sem þessi sömu lið spiluðu. Þar vann Þróttur öruggan 3 – 0 sigur (25-18, 25-10, 25-9). Lið Þróttar breyttist lítið frá meistaraflokknum þar sem aðeins Valal og Paula fóru úr leikmannahópnum enda ekki gjaldgengar í 2. flokki en lið Völsungs endurnýjaðist nær alveg.
Keppni í 2. flokki verður með nýju sniði í ár þar sem spilað verður heima og að heiman.
By | 2017-09-30T19:40:27+00:00 30. sep 2017|Blak|0 Comments

Leave A Comment