Fyrsti heimaleikur vetrarins um helgina

Home/Blak/Fyrsti heimaleikur vetrarins um helgina

Í vikunni hefst úrvalsdeildin af fullum krafti.  Stelpurnar okkar ríða á vaðið og eiga fyrsta heimaleikinn í vetur þegar þær mæta Völsungi á laugardaginn 30.sept kl. 14.

Sú nýbreytni verður í vetur að rukkað verður aðgangseyri á leiki fyrir 18 ára og eldri.  Blaksambandið hefur hvatt liðin til að rukka inn á leiki líkt og gert er í flestum boltagreinum og hafa flest lið í úrvalsdeildinni tekið upp slíkt fyrirkomulag.

Blakdeild Þróttar mun bjóða upp á árskort sem felur í sér aðgang á alla leiki vetrarins á 6.000 kr.  Aðgangseyri verður 500 kr inn á hvern deildarleik og 1.000 kr inn á úrslita -og bikarleiki.

Þróttur á 17 heimaleiki fyrir utan úrslita -og bikarleiki þannig árskortið er frábær kostur fyrir dyggu stuðningsmennina okkar og einnig mikilvægur og góður stuðningur við meistaraflokkana okkar.

Við munum hefja sölu á árskortunum á fyrsta heimaleiknum og selja á næstu leikjum. Posi verður á staðnum.   Einnig er hægt að leggja inn pöntun fyrir árskorti á throtturnesblak@gmail.com og við komum til þín kortinu 🙂

ÁFRAM ÞRÓTTUR!!

Mörg lið í úrvalsdeildinni hafa fengið til sín erlenda leikmenn og mörg félagaskipti þannig það má búast við að deildin í vetur verði mjög sterk og jöfn. Hér er skemmileg samantekt frá blakfréttum um leikmenn sem hafa komið og farið.

Komnir/Farnir Mizunodeild karla

Komnar/Farnar Mizunodeild kvenna

 

 

By | 2017-09-25T12:26:18+00:00 25. sep 2017|Blak|0 Comments

Leave A Comment