Þróttur Nes fær liðsstyrk

Home/Blak/Þróttur Nes fær liðsstyrk

Blakdeild Þróttar hefur samið við spænska parið Miguel Mateo Castrillo og Paula Del Olmo Gomez og koma þau til með að vera mikill liðsstyrkur fyrir liðin okkar í vetur.

Bæði hafa þau spilað í efstu deildum á spáni síðustu ár og eru sterkir sóknarmenn en þau hafa bæði spilað kantstöðu eða díó. Einnig eru þau strandblakarar.

Þau eru væntanleg hingað til Neskaupstaðar í byrjun september bjóðum við þau hjartanlega velkomin til okkar 🙂

Eins og hefur komið fram í fréttum þá hefur María Rún Karlsdóttir gengið til liðs við Aftureldingu en hún hefur verið hornsteinn Þróttarliðsins síðustu ár.  Einnig hefur Gígja Guðnadóttir flutt erlendis og spilar ekki í vetur.

Bjarki Benediktsson hefur einnig flutt suður og gengið til liðs við HK.

 

 

By | 2017-08-15T22:05:54+00:00 15. ágú 2017|Blak|0 Comments

Leave A Comment