Sumar og sandur

Home/Blak/Sumar og sandur

Nú þegar hefðbundnu vetrarstarfi er lokið hjá blakdeild Þróttar viljum við hvetja blakara á öllum aldri til að vera duglegir að nýta sér strandblaksvöllinn í sumar og halda sér þannig í snertingu við boltann. Blakdeildin mun ekki vera með skipulagðar æfingar í sumar en það er þó möguleiki á að boðið verður upp á nokkrar æfingar fyrir Sumarhátíð ÚÍA sem er haldin 7.-9.júlí  og Unglingalandsmótið sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannarhelgina 4.-6.ágúst. Þær upplýsingar verða þá settar á heimasíðu Þróttar og iðkendahópa.

Unglingalandsmótið er stórt og skemmtilegt mót fyrir krakka á aldrinum 11 – 18 ára. Keppt verður í blaki á laugardegi og sunnudegi frá kl. 12:00 – 18:00 báða dagana. Ákveðið var á ársþingi ÚÍA í vor að allur ágóði mótsins færi til þeirra félaga sem leggja til sjálfboðaliða. Við vonumst því eftir að flestir skrái sig sem sjálfboðaliða þegar að því kemur og ágóði þess mun renna beint til deildanna.

Blakdeildin verður með fjáröflun á Eistnaflugi og munum við m.a. selja tjaldstæðagestum kjötsúpu og samlokur áður en þeir leggjast til hvílu og vera í gæslu. Við komum til með að leita til foreldra og blakara með aðstoð við þessa fjáraflanir. Þær eru liðir í því að styrkja stoðir deildarinnar og eru grunnurinn að við getum haldið úti jafn öflugu og vel skipulögðu starfi og síðustu ár.

Hafið það sem allra best í sumar

By | 2017-06-09T09:19:17+00:00 9. jún 2017|Blak|0 Comments

Leave A Comment