Undanúrslitaleikir á heimavelli mánudag og þriðjudag

Home/Blak/Undanúrslitaleikir á heimavelli mánudag og þriðjudag

Bæði karla -og kvennaliðið kepptu fyrsta leikinn í undanúrslitum á höfuðborgarsvæðinu um helgina.  Karlarnir mættu HK á laugardaginn og biðu lægri hlut fyrir HK eftir æsispennandi leik í oddahrinu.  Stelpurnar mættu Aftureldingu í dag, sunnudag,og unnu Aftureldingastelpur afgerandi sigur 3-0.

Kæri stuðningsmaður nú þurfa liðin á þér að halda og við biðlum til allra sem vettlingi geta valdið að fjölmenna í húsið mánudag kl. 19 þegar karlaliðið mætir HK og á þriðjudag kl. 19 þegar kvennaliðið mætir Aftureldingu.

Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í úrslit.

Hér eru linkir á viðburðina

Karlaleikur: https://www.facebook.com/events/1833707196951124/

Kvennaleikur: https://www.facebook.com/events/1466208256730772/

 

ÁFRAM ÞRÓTTUR

 

 

 

By | 2017-03-27T08:55:24+00:00 26. mar 2017|Blak|0 Comments

Leave A Comment