SÚN/Fjarðasport styrkir knattspyrnudeild Þróttar

Home/Fótbolti/SÚN/Fjarðasport styrkir knattspyrnudeild Þróttar

Í dag, þriðjudaginn 21. febrúar, var styrktar- og auglýsingasamningur milli Samvinnufélags útgerðarmanna (SÚN) annarsvegar og knattspyrnudeildar Þróttar hinsvegar undirritaður í verslun Fjarðasports. Hér er um að ræða endurnýjun á samningi sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Það voru þeir Guðmundur Rafnkell Gíslason framkvæmdastjóri SÚN og Helgi Freyr Ólason formaður knattspyrnudeildarinnar sem undirrituðu samninginn. Samningurinn er deildinni gríðarlega mikilvægur eða eins og formaðurinn orðaði það: „það er afar ánægjulegt fyrir okkur í knattspyrnudeild Þróttar Nes að hafa jafn sterkan bakhjarl og SÚN með okkur í liði og er í raun algjör lífæð fyrir deildina“.

Á myndinni eru frá vinstri Helgi Freyr Ólason formaður knattspyrnudeildar Þróttar, Guðmundur R. Gíslason framkvæmdastjóri SÚN og Eysteinn Þór Kristinsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Þróttar

By | 2017-02-22T08:47:48+00:00 22. feb 2017|Fótbolti|0 Comments

Leave A Comment