Það verður heldur betur líf og fjör í íþróttahúsinu hérna í Neskaupstað um helgina. Í kvöld hefst keppni í 2. og 3. deild karla og kvenna hérna á austurlandi. Þar etja kappi eldri og virðilegir blakarar og einnig ungir og efnilegir blakarar úr 3.flokk. 🙂 Þar verður spilað fram á kvöld og á morgun laugardag. Tekin verður pása milli kl. 13-18 á mótinu á meðan leikir í úrvaldseildinni fara fram. Bæði karla -og kvennaliðið mæta aftureldingu á laugardaginn, kvennaliðið kl. 14 og karlaliðið kl. 16. Á sunnudaginn spilar svo karlaliðið einnig við Aftureldingu kl. 12.
Viðburður á úrvalsdeildarleikina: https://www.facebook.com/events/1463765386989677/
Viðburður á 2. og 3.deildarmót: https://www.facebook.com/events/1421864904531526/
Við vonum að fólki fjölmenni húsið og kíki á það sem er í gangi hjá okkur. 3.flokkur verður með heitt á könnunni alla helgina og samlokur og dásamlegt bakkelsi til sölu þannig það er hægt að eiga góðar stundir í íþróttahúsinu 🙂
Leave A Comment