U 17 pilta og U 16 stúlkna í Bröndby

Home/Blak/U 17 pilta og U 16 stúlkna í Bröndby

U 17 pilta og U 16 stúlkna hafa verið að spila síðustu daga í  Bröndby, Danmörku. Þátttaka Íslands í mótinu hefur mikla þýðingu fyrir blakhreyfinguna í heild sinni. Hér eru yngstu landslið sem Ísland hefur sent til móts í Evrópukeppni. Í dag er síðasti keppnisdagur og stelpurnar spila kl 12 og strákarnir kl 14:15
Hér er slóð á beina útsendingu: http://www.volleytv.dk/1-runde-cev-em-kval-nevza-u16du17h-4

Valal og Borja eru þjálfarar U-17 pilta og frá Þrótti eru þeir Andri Snær Sigurjónsson, Guðjón Berg Stefánsson, Hlynur Karlsson og Kári Krestfelder.  Kristjana Vala okkar er svo að spila með U 16 stúlkna, en hún spilar núna með Stjörnunni.  Við efumst ekki um að þessi ungmenni öll koma reynslunni ríkari heim eftir svona ferð og óskum þeim til hamingju með árangurinn 🙂

 

Hægt er að fylgjast með fréttum af liðunum á Facebook síðu Blaksambandsins: https://www.facebook.com/blaksamband.islands/?fref=ts

 

By | 2016-12-21T10:10:21+00:00 21. des 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment