Síldarvinnslunnar stofnaði afreksmannasjóð Guðmundar Bjarnasonar á aðalfundi sínum 2015 og var úthlutað úr honum í fyrsta skiptið í júlí byrjun 2016. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga innan Þróttar sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Á það við þegar viðkomandi hefur öðlast rétt til keppni á fjölþjóðlegum mótum, verið valinn í landslið, unnið Íslandsmeistaratitil, sett Íslandsmet eða skarað fram úr með eftirtektarverðum hætti. Sækja þarf um styrk úr sjóðnum og er gert ráð fyrir að styrkjum verði úthlutað tvisvar á ári í júní og í desember. Stjórn Íþróttafélagsins Þróttar ásamt einum fulltrúa frá Síldarvinnslunni skipa sjóðsstjórnina.
Umsókn fyrir haustúthlutun 2016 er opin til 23. nóvember 2016 og sendist til throtturnes@gmail.com eða stefan@va.is
Leave A Comment