Bæði U 19 og U18 liðin eru komin út.
U 19 er að taka þátt í Nevza móti sem haldið er í Kettering í Englandi. Frá Þrótti eru þar Birkir Freyr Elvarsson, Gígja Guðnadóttir, María Rún Karlsdóttir og Særún Birta Eiríksdóttir.
Hægt er að sjá leikjaplan Íslands hér: https://www.volleyballengland.org/competitions/nevza_championships/nevza_u19_2016
Linkir á beinar útsendingar eru svo hér: https://www.volleyballengland.org/competitions/nevza_championships/nevza_u19_2016/nevza_2016_live_stream
U 18 kvk er í Falköping í Svíþjóð þar sem það mun taka þátt í EM. Það verður í fyrsta skipti sem Ísland sendir unglingalandslið í slíka keppni. Frá Þrótti eru þar Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir og María Bóel Guðmundsdóttir en Heiða Elísabet þurfti því miður að draga sig úr keppni vegna meðsla í hnéi sem hún varð fyrir í Danmörku.
Hér er viðburðinn á EM https://www.facebook.com/events/1067322376696345/ og hér er linkur á leikina: http://www.cev.lu/Competition-Area/CompetitionView.aspx?ID=975
Leave A Comment