Æfingabúðir hjá Frjálsíþróttadeild Hattar

Home/Frjálsar/Æfingabúðir hjá Frjálsíþróttadeild Hattar

Frjálsíþróttadeild Hattar stendur fyrir æfingabúðum fyrir árgang 2006 og eldri á Egilsstöðum helgina 4.-6. nóvember.

Við fáum til okkar öfluga þjálfara Kristínu Birnu Ólafsdóttur yfirþjálfara ÍR, Mark Johnson verður með henni að hluta og auðvitað þjálfarinn okkar hún Lovísa Hreinsdóttir.
Höttur vill bjóða iðkendum í nágrannasveitafélögunum að taka þátt og verður kostnaði haldið í lágmarki.
Boðið verður upp á gistingu á laugardagsnótt en æskilegt er að 1 fullorðinn fylgi með hópnum sem kemur frá hverju félagi. Þeir sem óska eftir gistingu á föstudagsnóttunni láti vita sem fyrst og reynt verður að verða við því). Þeir sem gista þurfa að koma með svefnpoka og dýnu.
Matur verður í boði fyrir alla þátttakendur.

Kostnaður á þátttakanda án gistingar er 3000 kr.
Kostnaður með gistingu er 4000 kr.
Innifalið þjálfun og matur yfir helgina (gisting fyrir þá sem þess óska)
Nauðsynlegt er að koma búinn bæði til úti og inni æfinga og klædd eftir veðri.
Skráningar og fyrirspurnir berist á hjordisolafs@simnet.is. 
Skráningarfrestur er til 31. oktober.

Drög að dagskrá komin – endilega látið vita af æfingabúðunum til áhugasamra iðkenda fædda 2006 og eldri.

Drög að dagskrá
Föstudagur 
Kl. 19:30 Æfing (úti) fyrir 14 ára og eldri 
Kl. 21:00 Fyrirlestur um markmiðasetningu fyrir iðkendum 14 ára og eldri (og foreldra)
Laugardagur
Kl. 10:00 Æfing úti (inni ef veður er vont)
Kl. 12:30 Hádegismatur
Kl. 13:30 sundferð eða frjáls tími
Kl. 15:00 Hressing
Kl. 16:00 Æfing í íþróttahúsinu á Egilsstöðum
Kl. 19:00 Pizza hlaðborð
Kl. 20:00 Sprell
Sunnudagur
Kl. 10:00 Æfing úti (inni ef veður er vont)
Kl. 12:30 Hádegismatur og slútt

By | 2016-10-24T11:16:04+00:00 24. okt 2016|Frjálsar|0 Comments

Leave A Comment