U-17 krakkar komin heim og U-18 og U-19 undirbúa brottför

Home/Blak/U-17 krakkar komin heim og U-18 og U-19 undirbúa brottför

Nevza mótinu fyrir U-17, sem fór fram í Ikast í Danmörku, lauk á fimmtudaginn. Stúlknaliðið endaði  í fjórða sæti og drengjaliðið í því fimmta.  Hópurinn ferðaðist heim til Íslands á föstudaginn og voru ungu blakararnir okkar til mikilla sóma.

Unglingalandsliðsverkefnunum er aldeilis ekki lokið en nú búa U18 og U19 landsliðin sig til brottfarar. Bæði kk og kvk U19 landsliðin munu keppa á Nevza mótinu sem fram fer í Kettering á Englandi 27.-31. október. Á sama tíma fer U18 lið kvenna til Falköping í Svíþjóð þar sem það mun taka þátt í EM. Það verður í fyrsta skipti sem Ísland sendir unglingalandslið í slíka keppni.

Í U-18 fara frá Þrótti Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir og María Bóel Guðmundsdóttir en Heiða Elísabet Gunnarsdóttir þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla.  Í U-19 verkefnið fara frá þrótti Gígja Guðnadóttir, María Karlsdóttir, Særún Birta Eiríksdóttir og Birkir Freyr Elvarsson.

Við óskum blökurunum okkar sem heim eru komin til lukku með góðan árangur og sendum næstu landsliðsförum bestu óskir um gott gengi 🙂

Við hvetjum alla til að fylgjast með gangi mála á Facebook síðu Blaksambands Íslands: https://www.facebook.com/search/top/?q=Blaksamband%20%C3%8Dslands

By | 2016-10-26T10:45:19+00:00 23. okt 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment