Í morgun fóru íslensku U17 liðin til Ikast, Danmörku, þar sem Nevza keppnin fer fram dagana 18. – 20. október. Sjö Þróttarar eru þar með í för þau Galdur Máni Davíðsson ( frá Seyðisfirði), Atli Fannar Pétursson, Valdís Kapitola Þorvarðardóttir , Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Anna Karen Marinósdóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir.
Íslensku strákarnir leika í riðli með Finnlandi og Svíþjóð og eiga leiki á morgun kl. 07.00 við lið Finnlands og kl. 12.15 við Svíþjóð. Í hinum kk riðlinum eru Danmörk, England, Færeyjar og Noregur.
Íslenska stúlknaliðið er í riðli með Noregi og Svíþjóð og eiga einnig tvo leiki á morgun, þriðjudag, kl. 06.30 spila þær við Noreg og kl. 17.00 við Svíþjóð. Í hinum kvk riðlinum eru Danmörk, England, Finnland og Færeyjar.
Það ræðst svo af gengi okkar liða hvernig spilað verður á miðvikudag og fimmtudag.
Hér er facebook síða mótsins en þar verður t.d. hægt að sjá upplýsingar um hvar leikjum er streymt: https://www.facebook.com/nevzau17/
Við óskum landsliðsförum vel gengis á mótinu- ÁFRAM ÍSLAND!
Sjá frétt BlÍ: http://www.bli.is/is/frettir/u17-lidin-farin-til-ikast
Leave A Comment