Góður árangur hjá 2. og 3.flokk í Mosó

Home/Blak/Góður árangur hjá 2. og 3.flokk í Mosó

Um síðust helgi fór fram Íslandsmót 2. og 3.flokks í Mosfellsbænum.  Þróttur var eins og oft áður með flest lið á mótinu eða fimm lið.  Þrjú lið voru skráð í 3.flokki kvenna, eitt í A flokki og tvö  í B flokki. Eitt lið var skráð í 2.flokk karla og eitt í 3.flokk karla 🙂  Nokkrir Seyðfirðingar voru með okkur í för og spiluðu undir nafni Þróttar en Seyðfirðingar hafa unnið gott uppbyggingastarf síðustu ár og virkilega gaman að geta sameinað krafta okkar.

Hópurinn ferðaðist til Reykjavíkur með rútu eins og við gerum yfirleitt með svona stóra hópa.  Ferðin gekk vel en örugglega nokkrir þreyttir blakarar á ferð í dag 🙂

Í þriðja flokki A liða urðu stúlkurnar í fyrsta sæti og því íslandsmeistarar.

Í þriðja flokki B liða urðu liðin í öðru og fimmta sæti

í þriðja flokki karla urðu strákarnir í þriðja sæti

í öðrum flokki karla urðu strákarnir í þriðja sæti.

 

Var samróma álit fararstjóra að þarna væri á ferð frábærir og hæfileikaríkir krakkar.  Við óskum þeim til hamingju með árangrinum og erum að sjálfsöðgu pínu roggin!! 😉

Íslandsmeistarar 3.flokk A liða: Tinna Rut, Valdís Kapitola, Hrafnhildur Ásta, María Bóel, Aníta Rakel, Kristrún og Heiða.

14642312_1312434478768825_6492248278778796808_n

 

 

By | 2016-10-11T21:42:28+00:00 10. okt 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment