Tímabilið er að hefjast- KA-Þróttur Nes

Home/Blak/Tímabilið er að hefjast- KA-Þróttur Nes

Meistaraflokksliðin hefja tímabilið um næstu helgi þegar liðin fara til Akureyrar og mæta þar KA á föstudag og laugardag. Kvennaliðið spilar á föstudag kl. 19 og laugardag kl. 14 en karlaliðið spilar kl. 20:30 á föstudaginn og kl. 16 á laugardaginn

Töluverðar mannabreytingar eru í bæði  karla -og kvennaliði Þróttar frá síðasta tímabili.

Borja Gonazáles tók yfir þjálfun kvennaliðsins og frá liðinu fóru Amelía, Anna Katrín, Ádís Helga, Hjördís Marta og Sigrún Harpa. Upp koma ungir og efnilegir spilarar sem munu vaxa og dafna með eldri leikmönnum.

Valal heldur áfram með karlaliðið . Matthías hefur sett skóna á hilluna í bili og Atli Freyr og Þórarinn Ómarsson hafa dregið sig í hlé allavega í upphafi vetrars. Liðið hefur fengið góðan liðsstyrk, en til liðsins og hafa komið ungir og efnilegir leikmenn Birkir Freyr Elvarsson frá Hornafirði, Galdur Máni Davíðsson Seyðisfirði, Kristján Pálsson, Reyðarfirði.  Einnig gengur til liðsins Argentínumaðurinn Jorge Basualdo sem er að þjálfa Leikni á Fáskrúðsfirði og Val Reyðarfirði en mun spila með Þrótti.

Spennandi vetur framundan og við vonum að stuðningsmenn verði duglegir að fjölmenna í húsið og styðja liðin okkar áfram!  ÁFRAM ÞRÓTTUR

Facebookviðburður á leikinn:

https://www.facebook.com/events/671579826323856/

 

By | 2016-10-16T10:19:12+00:00 21. sep 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment