Borja og Valal á þjálfaranámskeiði í sumar

Home/Blak/Borja og Valal á þjálfaranámskeiði í sumar

Þjálfararnir okkar Borja og Valal sátu ekki auðum höndum í sumarfríinu.  Í ágúst sóttu þau 12 daga þjálfaranámskeið.

Fyrir námskeiðinu stóð FIVB ( alþjóða blaksambandið) og var það haldið á Lorca spáni.  Með þessu námskeiði öfluðu þau sér alþjóðaréttindi 2 en stigin eru 3 í heildina.    Að sögn stefna þau hjónin á að klára síðasta hlutann innan tveggja ára.

Bæði fengu þau viðurkenningu fyrir að vera meðal þriggja hæstu á námskeiðinu en Valal fékk viðurkenningu fyrir að vera með hæstu einkun á námskeiðinu og Borja með þriðju hæstu.

 

Við óskum þeim til hamingju með þennan áfanga!

Í vor fengu þau úthlutað úr Sprett styrk til að sækja námskeiðið og vitum að þessi þekking á eftir að reynast okkur vel 🙂

img_0062-1

Valal og Borja

fivbii-010

Námskeiðshópurinn í Lorca

 

 

By | 2016-09-09T10:28:10+00:00 9. sep 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment