Nú leggjum við hönd á plóg fyrir Knattspyrnudeild Þróttar Nes

Home/Fótbolti/Nú leggjum við hönd á plóg fyrir Knattspyrnudeild Þróttar Nes

alcoavol

Núna á miðvikudaginn verður sjálfboðaliða verkefni Alcoa á Norðfjarðar velli, allir hvattir til að mæta á völlinn og taka til hendinni. Nánari lýsing á verkefninu er hér að neðan.

Dagsetning: Miðvikudaginn 15. júní 2016

Tími: Unnið frá kl. 17:00-21:00 en þátttakendur geta komið við og unnið í styttri tíma ef þeir eru bundnir annars staðar.

Félag: Knattspyrnudeild Þróttar Nes

Staður: Norðfjarðarvöllur

Ábyrgðarmenn: Sigurður Sveinsson, s. 843-7763 og Stefán Már Guðmundsson s. 8641625.

Lýsing:  Þó svo að sjálfboðaliðar hafi bætt völlinn fyrir fjórum árum síðan er af mörgu að taka, m.a. til að auka öryggi leikmanna og áhorfenda, fegra umhverfið (með viðarvörn, málningu og tiltekt), bæta grillaðstöðu, hreinsa illgresi o.fl. Margar hendur vinna létt verk, svo endilega komið sem flest, bæði starfsmenn og verktakar og takið fjölskylduna með! Börn verða að mæta með fullornum til þess að teljast skráningargild í verkefnið

Tæki og tól: Við útvegum öryggishanska og -gleraugu.

Boðið verður upp á pizzuveislu um kvöldmatarleytið.

By | 2016-06-15T09:30:36+00:00 14. jún 2016|Fótbolti|0 Comments

Leave A Comment