Slúttað með yngri flokkum

Home/Blak/Slúttað með yngri flokkum

Þá er blakvetrinum 2015-2016 formlega lokið. Við slúttuðum í fínu veðri á strandblaksvellinum í gær, þriðjudag. Farið var í ratleik, leikið sér í sandinum, grillað pylsur og veittar viðurkenningar. 🙂 Frábær mæting og skemmtileg stund í sandinum.6. og 7.flokkur fengu öll viðurkenningu fyrir veturinn öll hafa þau staðið sig frábærlega. Bobba og Unnur Ása hafa þjálfað 7.flokk. Unnur Ása hefur þjálfað 6.flokk. Valal og Borja hafa séð um þjálfun í 3.-5. flokk. Við höfum haft unga blakara í aðstoð í þjálfun í vetur og hafa þau staðið sig feikna vel en það eru þau Amelía Rún Tinna Rut, Atli Fannar, Þórarinn Örn og Ragnar Ingi. Í 3.-5.flokk veitum við viðurkenningar fyrir ástundun, besti félaginn og framfarir.7.flokkur6.flokkur5.flokkurBesti félagi: Sigrún Sól Atladóttir og Egill Kolka HlöðverssonÁstundun: Freyja Karín Þorvarðardóttir og Dagur Nói SigurðssonFramfarir: Embla Rós Ingvarsdóttir og Ragnar Þórólfur ÓmarssonBesti félagi: Helga Björt Jóhannsdóttir og Oddur Óli HelgasonÁstundun: Júlía Björg Hafsteinsdóttir og Hlynur KarlssonFramfarir: Kristjana Vala Ketel og Freysteinn Bjarnason3.flokkur:Besti félagi: Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Jóhanna Lind StefánsdóttirÁstundun: Tinna Rut Þórarinsdóttir og Anna Karen Marinósdótir Framfarir: María Bóel Guðmundsdóttir og Amelía Rún Jónsdóttir3.flokkur karla: Atli Fannar Pétursson og Þórarinn Örn Jónsson fengu báðir viðurkenningu fyrir góða mætingu og framfarir í vetur.Við þökkum iðkendum og foreldrum kærlega fyrir veturinn og eigið frábært sumar. Ekki gleyma að það er frábær skemmtun að leika sér á strandblaksvellinum 🙂 Hér er svo mynd af þessum flotta hóp úr 3.-7.flokk í þessu glæsilega umhverfi á strandblaksvellinum okkar 🙂
Source: Blak feed

By | 2016-06-01T00:59:12+00:00 25. maí 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment