Íslandsmót 4. og 5.flokks um helgina

Home/Blak/Íslandsmót 4. og 5.flokks um helgina

Í morgun renndu að stað fjörtíu glaðir blakarar ásamt fimm fararstjórum og tveimur þjálfurum í rútu á leið til Mosfellsbæjar. Í Varmá fer fram Íslandsmót 4. og 5. flokks. Þróttur sendir níu lið á mótið, fjögur lið í 4.flokk og fimm lið í 5.flokk. Langt ferðlag er fyrir höndum en er áætlað að vera komin í Mosfellsbæinn um 20 í kvöld. Þetta verður skemmtileg blakhelgi og síðasta verkefni blakara á þessu leiktímabili. Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og góðs gengis um helgina. Hægt er að fylgjast með úrslitum á krakkablak.bli.is.ÁFRAM ÞRÓTTUR!
Source: Blak feed

By | 2016-04-29T11:21:08+00:00 29. apr 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment