Matthías heldur ekki áfram með kvennaliðið næsta tímabil

Home/Blak/Matthías heldur ekki áfram með kvennaliðið næsta tímabil

Matthías Haraldsson þjálfari meistaraflokk kvenna mun ekki halda áfram með liðið næsta tímabil, en samningur hans rennur út í vor. Matthías hefur þjálfað liðið síðastliðin fimm tímabil eða frá haust 2011. Hjá honum hafa margir leikmenn alist upp og fengið sína eldskírn í meistaraflokki.Við kvennaliðinu tekur Borja Gonzáles Vicente en hann og konan hans Ana María Vidal Bouza hafa gert tveggja ára samning við blakdeild Þróttar. Borja mun verða aðalþjálfari kvennaliðsins og Ana María heldur áfram með karlaliðið. Einnig munu þau hafa yfirumsjón með yngriflokkastarfi Þróttar og koma að þjálfun í yngriflokkum. Við í stjórn blakdeildar Þróttar þökkum Matthíasi innilega fyrir gott samstarf og hans framlag til blakdeildar Þróttar á liðnum árum.Fyrir hönd stjórnar,Þorbjörg Ólöf JóndsóttirUnnur Ása Atladóttir
Source: Blak feed

By | 2016-04-25T10:09:16+00:00 25. apr 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment