3.flokksmót og deildarleikir

Home/Blak/3.flokksmót og deildarleikir

Um helgina flaug til Reykjavíkur frá okkur stór og glæsilegur hópur í verkefni helgarinnar.Meistaraflokkarnir spiluðu sína síðustu leiki í deildinni við Aftueldingu. Stelpurnar hófu leikinn og var spilað um deildarmeistaratitilinn. Kvennaliðið beið lægri hlut fyrir Aftureldingu 3-1 og enda því í þriðja sæti í deildinni og mæta HK í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur liðanna er á mánudaginn 11. apríl í Fagralundi kl. 19:15.Karlaliðið spilaði tvo leiki við Aftureldingu, á föstudag og laugardag, og voru að berjast við KA um þriðja sætið í deildinni. Unnu þeir fyrri leikinn 0-3 en töpuðu seinni leiknum í oddahrinu ( 3-2). Karlaliðið endar því í fjórða sæti í deildinni og mætir einnig HK í undanúrslitum og er fyrsti leikur liðanna í Fagralundi sunnudaginn 10.apríl. kl. 14.Þrjú lið tóku svo þátt í 3.flokksmóti í Laugardalshöll og stóðu krakkarnir sig afar vel. Þróttur Nes 1 varð Íslandsmeistari í 3.flokk A liða kvenna og Þróttur Nes 2 varð í öðru sæti í 3.flokk B liða.Strákarnir spiluðu í fyrsta skipti í sameinuðu liði með Huginn. Strákarnir urðu í fjórða sæti en spiluðu góða leiki og lentu í oddahrinu í þremur af fimm leikjum. 3.flokkur A- lið. Kristrún, Valdís, Hrafnhildur, Særún, Heiða og Amelía. Á myndina vantar Tinnu.3.flokkur B- lið. Aníta, María, Jóhanna K, Anna, Ýr, Íris, Birna, Jóhanna L.Glæsilegur árgangur hjá okkar liðum og margir ungir og efnilegir spilarar á ferð og flugi. Það er umhugsunarefni fyrir blaksambandið að setja 2. og 3.flokksmót um sömu helgi og meistaraflokks leikir eru í gangi. Engin þátttaka var í 2.flokk. Mikið álag búið að vera á ungu spilurum í landsliðsverkefnum, bikarúrslitum og úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í sjónmáli. Við erum með fastaleikmenn úr 3.flokk bæði í karla -og kvennaliðum og spiluðu t.d. stúlkur í A liði 3.flokks 13 hrinur um helgina og drengur í 3.flokk karla 19 hrinur um helgina og 13 af þeim voru bara á laugardag. Við vonum innilega að þetta verði endurskoðað næsta vetur og þessir krakkar fái að njóta 3.flokks mótanna eins og vera ber.Til hamingju Þróttarar með glæsilegan árangur. Við erum að springa úr stolti!
Source: Blak feed

By | 2016-04-04T11:50:57+00:00 4. apr 2016|Blak|0 Comments

Leave A Comment