María Rún íþróttamaður Þróttar

Home/Blak/María Rún íþróttamaður Þróttar

María Rún Karlsdóttir var á dögunum tilnefnd sem blakari ársins 2015. Í dag fór fram kjör á íþróttamanni Þróttar við tendrun jólatrésins hér í Neskaupstað. Þar fengu fulltrúar allra deilda viðurkenningu og aðalstjórn Þróttar veitti Ester Ósk Jónsdóttur einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangri í frjálsum. Deildirnar tilnefndu eftirfarandi fulltrúa: Knattspyrnudeildin tilnefndi Telmu Ívarsdóttur, sunddeildin tilnefndi Ólafíu Ósk Svanbergsdóttur, skíðadeildin tilnefndi Þorvald Martein Jónsson.María Rún, Katla ( fulltrúi Telmu), Þorvaldur, Ólafía og Ester með viðurkenningarnar sínar. María Rún Karlsdóttir blakari Þróttar 2015 hreppti titilinn Íþróttamaður Þróttar 2015.María Rún Karladóttir, blakari Þrótttar og íþróttamaður Þróttar 2015 🙂 Hún María Rún á þessa titla svo sannarlega skilið en hún María Rún er fyrirliði meistaraflokksliðs Þróttar og var lang stigahæst allra leikmanna Þróttar. Hið unga lið Þróttar óx jafn og þétt yfir leiktímabilið 2014-2015 með Maríu Rún í broddi fylkingar.María Rún var valin efnilegasti leikmaður Mizuno deildarinnar fyrir leiktímabilið 2014-2015. Þá var hún einnig stigahæst í sókn og stigahæst allra leikmanna í deildinni. María Rún átti mjög gott tímabil og er hún enn að vaxa og dafna sem leikmaður. María Rún með formanni BLÍ við afhendingu verðlauna í vor María Rún spilaði sinn fyrsta A landsleik á æfingamóti á Ítalíu um páskana. María Rún spilaði fyrir Íslands hönd bæði með U19 í Danmörku og U17 í Englandi á norðurlandamótum í október. María var í byrjunarliði í flest öllum leikjum á mótunum. María Rún var einn af burðarásum U17 ára liðins sem náði sínum besta árangri á norðurlandamóti í sögunni. En U17 liðið spilaði til úrslita á mótinu en tapaði fyrir sterku liði Finna í þeim leik og var í öðru sæti.Við óskum Maríu Rún innilega til hamingju með árangurinn og titilinn!
Source: Blak feed

By | 2015-11-29T20:05:40+00:00 29. nóv 2015|Blak|0 Comments

Leave A Comment