María Rún stigahæst og efnilegust. Matthías þjálfari ársins og besti móttakarinn

Home/Blak/María Rún stigahæst og efnilegust. Matthías þjálfari ársins og besti móttakarinn

Í dag var kjör á liði ársins tilkynnt á blaðamannafundi. Auk þess voru afhent verðlaun til stigahæstu leikmanna, efnilegustu og bestu leikmanna í deildunum. Hin unga og efnilega María Rún Karlsdóttir sem hefur verið burðarás í ungu liði Þróttar í vetur er stigahæsti leikmaður deildarinnar, jafnframt því að vera stigahæst í sókn og einnig var hún valin efnilegasti leikmaður deildarinnar, sem er titill sem hún hefur svo sannarlega unnið sér inn.María Rún er nú ásamt landsliðinu á leið til Ítalíu í æfingar- og keppnisferð yfir páskana. Sjá: http://www.bli.is/is/frettir/kvennalandslidid-a-leid-til-italiu(María Rún Karlsdóttir. Ljósmynd: Sigga Þrúða)Matthías Haraldsson þjálfari kvennaliðsins og leikmaður karlaliðsins var valinn þjálfari ársins og besti mótttakarinn. Matthías hefur unnið aðdáunarvert starf með þessum unga og efnilega hóp sem hann hefur núna í höndunum. Matthías skrifaði undir tveggja ára samning síðasta haust og verður afar spennandi að fylgjast með hópnum vaxa og dafna undir hans stjórn. Matthías hefur tekið þátt í landsliðverkefnum með karlaliðinu og spilað með karlaliði Þróttar eins og hann getur en hefur aðeins átt við meiðsli að stríða í vetur.( Matthías Haraldsson. Ljósmynd: Sigga Þrúða)Við óskum þessu flottu íþróttamönnum til hamingju með titlana og nú bíður fram yfir páska síðasti áfangi tímabilslins þ.e. úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitillinn þar sem kvennaliðið mætir Aftureldingu og karlaliðið Stjörnunni í undanúrslitum.Áfram Þróttarar! :)Nánari upplýsingar um kjör er á: http://www.bli.is/is/frettir/ludvik-mar-og-zaharina-bestJason Ívarsson og María Rún við verðlaunaafhendinguna í dag.
Source: Blak feed

By | 2015-03-30T11:50:16+00:00 30. mar 2015|Blak|0 Comments

Leave A Comment