María Rún stigahæst og efnilegust. Matthías þjálfari ársins og besti móttakarinn
Í dag var kjör á liði ársins tilkynnt á blaðamannafundi. Auk þess voru afhent verðlaun til stigahæstu leikmanna, efnilegustu og bestu leikmanna í deildunum. Hin unga og efnilega María Rún Karlsdóttir sem hefur verið burðarás í ungu liði Þróttar í vetur er stigahæsti leikmaður deildarinnar, jafnframt því að vera stigahæst í sókn og einnig var [...]