Blakleikir um helgina í Neskaupstað

Home/Blak/Blakleikir um helgina í Neskaupstað

Nú um helgina verða þrír leikir í blakinu. Föstudagskvöld mun kvennaliðið taka á móti toppliði deildarinnar Aftureldingu og hefst leikurinn kl. 20. Á laugardaginn verða svo tveir leikir þ.s. karlaliðið mun taka á móti Stjörnunni kl. 12. Má búast við miklum baráttuleik eins og oftast er þegar þessi tvö lið mætast. Í síðustu viðureign liðanna vann Þróttur Nes í Garðabænum í gríðarlega spennandi fimm hrinu leik þar sem þrjár hrinur fóru í framlengingu. En slegist verður um annað sæti deildarinnar þar sem sigurliðið mun verma annað sæti deildarinnar að leik loknum. Kvennaliðin munu svo taka aðra viðureign sín á milli kl. 13:30. Þetta er því kjörið tækifæri til þess að kíkja í íþróttahúsið og hvetja sitt fólk til dáða.
Source: Blak feed

By | 2015-01-23T15:08:12+00:00 23. jan 2015|Blak|0 Comments

Leave A Comment