V stigamót í strandblaki í Neskaupstað

Home/Blak/V stigamót í strandblaki í Neskaupstað

V stigamót Íslandsmótsins í strandblaki var haldið hér í Neskaupstað um helgina. Mótið hófst kl. 9 á laugardagsmorgun og var spilað til kl. 21 um kvöldið. Dagurinn var langur og strangur en frábært strandblaksveður var eða 15-20 stiga hiti, logn og lítil sól. Spilað var í A flokki í bæði kvenna -og karlaflokki en sjö lið voru skráð í kvennaflokki og fimm í karladeildinni.Thelma og Rósborg unnu kvennadeildina nokkuð örugglega og töpuðu ekki hrinu, í öðru sæti voru Valdís og Oddný með fjóra sigra. Þrjú lið voru svo jöfn með þrjá sigra en Hanna María og Hildur voru með besta stigahlutfallið og hrepptu þannig þriðja sætið. Úrslit kvennadeild: 1.sæti Thelma og Rósborg 2.sæti Valdís og Oddný 3.sæti Hanna María og Hildur Hildur, Hanna María, Thelma, Rósborg, Oddný og ValdísTheódór og Lúðvík unnu karladeildina líka nokkuð örugglega en heimamennirnir náðu hinum tveimur sætunum en Matthías og Ragnar urðu í öðru sæti og Hlöðver og Geir náðu þriðja sætinu. Úrslit karladeild: 1.sæti Theódór og Lúðvík 2.sæti Matthías og Ragnar 3.sæti Hlöðver og Geir Mattías, Ragnar, Lúðvík, Theódór, Hlöðver og GeirEinnig var spilað í U-17 og U-21 í karlaflokknum á laugardag þannig þeir spiluðu 8 leiki á laugardeginum sem voru í öllum flokkunum. Úrslit í U-17-karla: 1.sæti Theódór og Lúðvík 2. sæti Vigfús og Máni 3. sæti Ragnar og Valþór Máni, Vigfús, Lúðvík, Theódór, Valþór og RagnarÚrslit í U-21-karla: 1.sæti Theódór og Lúðvík 2. sæti Vigfús og Máni 3. sæti Benedikt og Valþór Vigfús, Máni, Theódór, Lúðvík og ValþórSpilað var í unglingaflokkum kvenna á sunnudaginn og vorum við ekki alveg eins heppin með veður þann daginn. Lognið var til staðar en veðurguðunum fannst Reykvíkingarnir eitthvað farnir að þorna upp og bættu vel úr því. Thelma og Rósborg unnu einnig unglingaflokkana örugglega en hin liðin voru jöfn og skiptust á að vinna hvort annað. Úrslit í U-17-kvenna 1.sæti Rósborg og Thelma 2. sæti Guðbujörg og Herborg 3.sæti María Rún og Klara Guðbjörg, Herborg, Thelma, Rósborg, Klara og MaríaÚrslit í U-21-kvenna 1.sæti Rósborg og Thelma 2.sæti María og Klara 3.sæti Hanna og HildurKlara, María, Rósborg, Thelma, Hanna og Hildur
Source: Blak feed

By | 2014-07-20T21:07:49+00:00 20. júl 2014|Blak|0 Comments

Leave A Comment