V stigamót í strandblaki í Neskaupstað
V stigamót Íslandsmótsins í strandblaki var haldið hér í Neskaupstað um helgina. Mótið hófst kl. 9 á laugardagsmorgun og var spilað til kl. 21 um kvöldið. Dagurinn var langur og strangur en frábært strandblaksveður var eða 15-20 stiga hiti, logn og lítil sól. Spilað var í A flokki í bæði kvenna -og karlaflokki en sjö [...]