Blakdeild Þróttar hefur samið við Sasan Dezhara um að spila með karlaliðinu í vetur. Sasan er frá Íran og er fæddur 1989. Hann hefur spilað síðustu ár í efstu deildum í Íran og á að baki m.a. 5 meistaratitla með sínum liðum og verið í landsliði Íran. Sasan kemur til að styrkja leikmannahópinn töluvert en hann er 2,05 á hæð og hefur spilað sem miðjumaður. Sasan er væntanlegur í byrjun næstu viku og verður því kominn fyrir fyrstu leiki tímabilsins sem eru á móti KA 21.-22.sept.
Aðrar leikmannabreytingar í karlaliðinu eru þær að Borja er kominn til Aftureldingar og Raul er spilandi þjálfari eins og hefur komið fram.
Leave A Comment