Daniele Landsliðsþjálfari í heimsókn

Home/Blak/Daniele Landsliðsþjálfari í heimsókn

Síðasta mánudag kom Daniele Mario Capriotti, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í blaki, í heimsókn til Neskaupstaðar.Blaksambandið og Daniele eru að koma á fót nýju verkefni að koma upp afrekshóp fyrir stelpur fæddar 2000 og 2001. Markmiðið er að undirbúa leikmenn fyrir U-17 landsliðið og mögulega þátttaka í öðrum mótum. Daniele fór einnig til Akureyrar og Reykjavíkur í þeim tilgangi að hitta alla leikmenn á landinu á þessum aldri. Því miður settu veðurguðirnir strik í reikninginn hér og komust ekki leikmenn af hinum fjörðunum í þetta skiptið. En 17 stelpur frá Þrótti sóttu æfinguna og er þetta frábært framtak hjá Blaksambandinu og mjög hvetjandi fyrir þessar ungu og efnilegu stúlkur að fá landsliðsþjálfarann í heimsókn. Daniele fylgdist einnig með æfingum yngriflokka yfir daginn og fylgdist með æfingu meistaraflokks kvenna um kvöldið og var hann mjög hrifinn hversu öflugt yngriflokkastarfið okkar er og hve margir öflugir blakarar eru í „framleiðslu“ hjá okkur :)Daniele stefnir á aðra heimsókn í mars og hlakkar okkur til að fá hann aftur.Við vonum að blaksambandið fylgi þessu flotta verkefni eftir og komi einnig á fót álíka verkefni fyrir strákana 🙂
Source: Blak feed

By | 2015-02-06T10:06:03+00:00 6. feb 2015|Blak|0 Comments

Leave A Comment