WC pappír sala

Home/Blak/WC pappír sala

Blakdeildin fer í pappírssölu á miðvikudaginn. Ef ekki tekst að klára bæinn verður það klára næstu daga á eftir.Ákveðið hefur verið að skipta um WC pappírstegund en okkur hefur fundist þessi pappír ekki vera nægilega endingargóður. Eftir vandlega skoðun og gæðaprufanir var ákveðið að fara í aðeins dýrari pappír. Það eru bæði fleiri rúllur í balanum og hver rúlla lengri. Rúmlega tvöfalt meira magn af pappír eða 2156 metrar eru í balanum í stað 924 og verðið 6500 kr í stað 5000 kr. Við teljum að þetta séu miklu betri kaup og pappírinn er mjúkur, tvöfaldur gæðapappír.Sama tegund verður af eldhúsrúllum á 4000 kr.Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti okkar fólki :). Hægt verður að greiða með posa.
Source: Blak feed

By | 2014-09-08T10:10:55+00:00 8. sep 2014|Blak|0 Comments

Leave A Comment